Hefur áhyggjur af varnarleik íslenska liðsins
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Þórey Rósa Stefánsdóttir (Kristinn Steinn Traustason)

Fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands, Þórey Rósa Stefánsdóttir gerir þær væntingar að Ísland komist í milliriðil á heimsmeistaramótinu sem framundan er en Ísland hefur leik á miðvikudag þegar liðið leikur gegn gestgjöfunum í Þýskalandi klukkan 17:00. 

Þórey Rósa verður ein af sérfræðingunum í HM stofunni á RÚV og var hún í viðtali á RÚV í gær þar sem farið var yfir sigur liðsins gegn Færeyjum í eina æfingaleik liðsins fyrir heimsmeistaramótið. Ísland vann þann leik með þremur mörkum 28-25. Þórey segist hafa áhyggjur af varnarleik íslenska liðsins sem hún segir þó hafa lagast frá leikjunum tveimur í október í undankeppni EM 2026 sem töpuðust gegn Færeyjum og Portúgal.

Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður á RÚV spurði Þórey fyrst út í það hvernig henni hafi litist á leik Íslands gegn Færeyjum á laugardaginn?

,,Bara nokkuð vel. Þetta var betra en ég þorði að vona. Eftir síðasta verkefni var ég svolítið stressuð fyrir þennan leik,” sagði Þórey Rósa sem sagðist hafa gert ráð fyrir því að Arnar Pétursson þjálfari íslenska landsliðsins myndi prófa alls konar hluti í þessum leik en hann hafi síðan spilað bara á því liði sem hann gat spilað í þessum leik. 

,,Það var bara frábært fyrir sálartetrið hjá liðinu að ná í sigur.“

Eins og fyrr segir hefur Þórey áhyggjur af varnarleik íslenska liðsins en hún var ánægð með sóknarleikinn gegn Færeyjum. Þórey nefndi að þær Thea Imani Sturludóttir, Sandra Erlingsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir væru mikilvægustu leikmenn liðsins og það væru þeir leikmenn sem þyrftu að draga vagninn á mótinu.

Ísland leikur í riðli með Þýskalandi, Serbíu og Úrúgvæ. Þrjú efstu liðin í riðlinum komast áfram í milliriðil. Þórey segir að væntingarnar til Íslands séu að komast í milliriðil. Mikilvægast sé að vinna lokaleikinn í riðlinum gegn Úrugvæ sem er lægst skrifaða lið riðilsins en Úrúgvæ hefur ekki spilað á HM síðan 2011.

Fyrsti leikur stelpnanna verður leikinn fyrir framan fulla höll í Stuttgart þar sem löngu er orðið uppselt á leikinn.

„Leikurinn gegn Þýskalandi verður stærsti leikurinn sem íslensku stelpurnar hafa farið í. Þýskaland á heimavelli og uppselt. Ég hvet stelpurnar bara til að njóta þess leiks. Serbía er hærra skrifað en við en ég hef séð Serbíu misstíga sig. Úrúgvæ er örugglega sá leikur sem við horfum helst í,” sagði Þórey Rósa að lokum í viðtali við Einar Örn hjá RÚV í gær.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top