Lúðvík glímir við hnémeiðsli
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Lúðvík Thorberg Arnkelsson (Sævar Jónasson)

Leikstjórnandinn í liði Íslands- og bikarmeistara Fram, Lúðvík Thorberg Arnkelsson vonast til að geta snúið aftur á völlinn í desember en hnémeiðsli hafa haldið honum frá vellinum síðustu vikur.

Síðast leikur Lúðvíks með Fram var gegn ÍR í Olís-deildinni í 7.umferðinni er Fram vann 37-33. Lúðvík hefur hinsvegar misst af síðustu sjö leikjum Fram, fjórum í Olís-deildinni og þremur í Evrópudeildinni.

,,Ég hef verið að glíma við hnémeiðsli og fór í sprautu fyrir tveimur vikum. Ég er að vonast til að geta snúið aftur á völlinn eftir 1-2 vikur,” sagði Lúðvík í samtali við Handkastið.

Fram eru í 8.sæti Olís-deildarinnar eftir tap gegn Stjörnunni í síðustu umferð á heimavelli 24-33. Annað kvöld mætir liðið Porto í 5.umferð Evrópudeildarinnar og strax á föstudaginn fær Fram, FH í heimsókn í 12.umferð Olís-deildarinnar. Gera má ráð fyrir því að Lúðvík missi af þeim leikjum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 26
Scroll to Top