Lykilmaður yfirgefur landsliðið rétt fyrir HM
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Soukeina Sagna (ADAM IHSE / TT News Agency via AFP)

Stórstjarna úr senegalska landsliðinu Soukeina Sagna, hefur yfirgefið hópinn og tilkynnt að hún sé ekki lengur til taks fyrir landslið þjóðar sinnar. Málið þykir afar undarlegt og kemur þetta spánskt fyrir sjónir því hún hefur æft með liðinu í undirbúningi sínum fyrir heimsmeistaramótið.

Sagna er engin nýgræðingur í senegalska landsliðinu en hún lék til að mynda með liðinu á síðasta heimsmeistaramóti. Sagna sem er fædd árið 1998 hefur leikið með landsliði Senegal frá árinu 2021 en hún hefur leikið allan sinn feril í Frakklandi og nú síðast með Mérignac og þar áður með Paris 92.

Senegal lék tvo æfingaleiki á dögunum þar sem liðið vann Króatíu 29-27 og gerði jafntefli við Ungverjaland 27-27. Liðið endaði í 2.sæti í Afríkukeppninni á síðustu leiktíð er liðið tapaði gegn Angóla í úrslitaleik.

Sagna hefur verið lykilleikmaður fyrir Senegal en hún lék fyrir yngri landslið Frakklands á sínum yngri árum, þar sem hún er með franskan og senegölskan uppruna.

Leikmaðurinn hefur ekki gefið það út afhverju hún ákvað að yfirgefa landsliðið en hún tilkynnti að hún væri hætt að leika fyrir landsliðið. Eru þetta afar slæm tíðindi fyrir Senegal sem á fyrsta leik á HM gegn Ungverjum á fimmtudaginn.

Í kjölfarið mætir liðið Sviss og síðan Íran.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 30
Scroll to Top