Reynir Þór stimplaði sig inn með Melsungen og önnur úrslit Evrópudeildarinnar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Reynir Þór skoraði 5 sinnum fyrir Melsungen í kvöld ((Kristinn Steinn Traustason)

16 leikir fóru fram í fimmtu umferð Evrópudeildarinnar í kvöld. Eins og svo oft áður voru fjölmargir Íslendingar í eldlínunni.

FC Porto (POR) - Fram (ISL) 44-30
Fram fékk skell gegn Porto ytra í kvöld. Dánjal Ragnarsson var frábær með 8 mörk. Þorsteinn Leó lék ekki með Porto í kvöld vegna meiðsla.

HC Kriens (SUI) - Elverum (NOR) 34-38
Tryggvi Þórisson og félagar í Elverum sóttu góðan útisigur. Tryggvi skoraði ekki en lét einu sinni reka sig út af.

Skanderborg (DEN) - Granollers (ESP) 28-29
Kristján Örn Kristjánsson (Donni) og félagar í Skanderborg töpuðu á heimavelli í kvöld. Donni skoraði 1 mark.

FTC (HUN) - Benfica (POR) 33-31
Stiven Tobar Valencia og félagar í Benfica töpuðu fyrir FTC í Ungverjalandi í kvöld. Stiven skoraði 3 mörk.

Melsungen (GER) - HF Karlskrona (SWE) 35-34
Arnar Freyr og Reynir Þór og félagar í Melsungen unnu nauman sigur á HF Karlskrona í kvöld. Arnar Freyr var ekki í leikmannahópi Melsungen í kvöld en Reynir Þór stimplaði sig vel inn eftir erfið veikindi og skoraði 5 mörk.

IK Savehof (SWE) - Tatran Presov (SVK) 33-28
Birgir Steinn og félagar í Savehof unnu öruggan 5 marka sigur. Birgir Steinn skoraði ekki í kvöld.

Ademar Leon (ESP) - Kadetten Schaffhausen (SUI) 30-27
Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í Kadetten Schaffhausen töpuðu með þremur mörkum í kvöld. Óðinn Þór skoraði 6 mörk.

Kristianstad (SWE) - Toulouse (FRA) 34-26
Einar Bragi Aðalsteinsson og félagar unnu stórsigur á Toulouse í kvöld. Einar Bragi skoraði 2 mörk.

Hannover (GER) - Fredericia (DEN) 31-34
Lærisveinar Heiðmars Felixsonar töpuðu fyrir Fredericia í kvöld.

Önnur úrslit:
Saint Raphael - Flensburg 29-36
RK Partizan - RK Nexe 30-27
CS Minaur Baia Mare - Grosist Slovan 28-22
Bidasoa Irun - Potaissa Turda 35-30
Ostrow Wielkopolski - Kiel 25-33
Montpellier - BSV Bern 37-29
MRK Sesvete - HC Vardar 24-38

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 27
Scroll to Top