HANDBALL-EURO-2024-WOMEN-DEN-NOR ((Photo by Attila KISBENEDEK / AFP)
Heimsmeistaramót kvenna í handbolta hefst á morgun en mótið fer fram í Þýsklandi og Hollandi að þessu sinni. Skoði maður veðbanka fyrir mótið eru þeir allir sammmála um að norsku stelpurnar þyki sigurstranglegastar á mótinu. Veðbankinn Coolbet býður stuðulinn 2 á að Noregur lyfti heimsmeistaratitlinum. Danmörk þykja næst sigurstranglegastar á stuðlinum 4.25 og ríkjandi heimsmeistarar Frakka eru með stuðulinn 7. Bæði Noregur og Danmörk mæta með nýja þjálfara í brúnni á þetta stórmót en Þórir Hergeirsson hætti með norska liðið eftir Evrópumótið sem þær unnu einmitt. Það verður að teljast ansi ólíklegt að íslensku stelpurnar vinni titilinn að þessu sinni en vilji fólk taka sénsinn á því er stuðullinn 1000 á það. Ísland er þó talið þriðja líklegasta liðið til að vinna C riðilinn á stuðlinum 40 en landslið Úrúgvæ er ólíklegast til þess á stuðlinum 500 svo það eru ágætis líkur á að þær íslensku fari áfram í milliriðil úr 3.sætinu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.