Gústi Jó hljóp upp 20 hæðir eftir sigur á Þjóðverjum á HM
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ágúst Jóhannsson ((EHF)

Það er kominn leikdagur í Stuttgart þar sem íslenska kvennalandsliðið leikur sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Þýskalandi og Hollandi.

Stelpurnar okkar ríða á vaðið klukkan 17:00 á íslenskum tíma þegar gestgjafarnir í Þýskalandi verða mótherjar þeirra. Leikurinn verður sýndur í beinni á RÚV en uppselt er á leikinn í Þýskalandi.

Þetta er í annað sinn sem þessar þjóðir mætast á stærsta sviðinu á heimsmeistaramóti en Ísland gerði sér lítið fyrir og unnu Þjóðverja á HM í Brasilíu árið 2011 undir stjórn Ágústar Jóhannssonar.

Frækinn sigur sem er að mörgum talinn einn stærsti sigur íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi. Ísland vann leikinn 26-20 þar sem vörn og markvarsla var í heimsklassa. Það var ekki svo að íslenska liðið hafi haft undirtökin allan leikinn, langt í frá því Ísland lenti 4-11 undir í leiknum en þá tók við ótrúlegur kafli stelpnanna sem skoruðu níu af næstu tíu mörkum leiksins og breyttu stöðunni í 13-12 sér í vil.

Í grein á Vísi um leikinn segir að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Stella Sigurðardóttir hafi verið fremstar í flokki í varnarleik Íslands og þá hafi markvarslan verið frábær með þær Guðnýju Jennýju Ásmundsdóttur og Sunnevu Einarsdóttur í markinu, þó ekki áhrifavaldinn.

Ísland vann því síðustu 43 mínútur leiksins 22-9 en Ágúst Jóhannsson hafði lofað liðinu að ef þær myndu vinna leikinn myndi hann hlaupa upp 20 hæðir á hótelinu eftir leik.

Nú er bara að leggjast á bæn að íslensku stelpurnar eigi stjörnu frammistöðu gegn Þjóðverjum í opnunarleik heimsmeistaramótsins í dag.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top