Hvenær skilar Snorri Steinn 35 manna listanum fyrir EM?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Snorri Steinn Guðjónsson (DANIEL KARMANN / dpa Picture-Alliance via AFP)

Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari íslenska karla landsliðsins skilar inn sínum 35 manna lista fyrir Evrópumótið sem hefst í janúar á þriðjudaginn næstkomandi, 2.desember. Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið á dögunum.

Á þeim lista verða einungis leikmenn sem Snorri Steinn getur notað á Evrópumótinu sem hefst um miðjan janúar en mótið fer fram í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en Ísland leikur sinn riðil í Kristianstad í Svíþjóð. Fari liðið í milliriðil leikur liðið í Malmö, einnig í Svíþjóð.

Mikið var rætt og ritað um 35 manna lista Arnars Péturssonar þjálfara kvennalandsliðs Íslands í aðdraganda HM sem hófst í vikunni en þeim lista þurfti Arnar að skila inn til IHF í byrjun október. Á þeim lista var Sara Dögg Hjaltadóttir leikmaður ÍR ekki, en hún hefur varið albesti leikmaður Olís-deildarinnar í vetur.

Snorri Steinn Guðjónsson og hans teymi eru þessa dagana að leggja lokahönd á sinn 35 manna leikmannalista og gera má ráð fyrir því að þar verði vandað til verka.

Gera má ráð fyrir því að Snorri Steinn velji síðan sinn lokahóp fyrir Evrópumótið þegar líður að jólum en landsliðið kemur saman til æfinga í upphafi næsta árs í undirbúningi sínum fyrir EM.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top