Gísli Þorgeir Kristjánsson (THOMAS SJOERUP / Ritzau Scanpix via AFP)
Landsliðsmaðurinn og leikstjórnandi Magdeburg, Gísli Þorgeir Kristjánsson og unnusta hans, Rannveig Bjarnadóttir fara glöð inn í desember mánuð ef marka má Instagram færslu þeirra sem birtist nú rétt í þessu. Þar tilkynnir parið að þau hafi trúlofast í gær, síðasta dag nóvember mánaðar. Gísli Þorgeir og Rannveig hafa verið par síðan í byrjun árs 2018 en bæði eru þau FH-ingar og mikið íþróttafólk en Rannveig lék knattspyrnu með FH. ,,JÁJÁJÁJÁ, Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér," skrifar parið undir myndina. Bæði urðu þau 26 ára á árinu en Gísli Þorgeir hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2018 er hann gekk í raðir stórlið Kiels. Í janúar 2020 gekk hann hinsvegar í raðir Magdeburg en hann gerði nýverið langtíma samning við félagið til ársins 2030. Í samtali við Handkastið á dögunum sagði Gísli Þorgeir að hann og unnsta hans, Rannveig liðu vel í Magdeburg og vildu vera þar áfram næstu árin. Ástin greinilega blómstrar hjá þeim og Handkastið óskar þeim til hamingju með trúlofunina.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.