Gísli Þorgeir trúlofaður – Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Gísli Þorgeir Kristjánsson (THOMAS SJOERUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Landsliðsmaðurinn og leikstjórnandi Magdeburg, Gísli Þorgeir Kristjánsson og unnusta hans, Rannveig Bjarnadóttir fara glöð inn í desember mánuð ef marka má Instagram færslu þeirra sem birtist nú rétt í þessu.

Þar tilkynnir parið að þau hafi trúlofast í gær, síðasta dag nóvember mánaðar. Gísli Þorgeir og Rannveig hafa verið par síðan í byrjun árs 2018 en bæði eru þau FH-ingar og mikið íþróttafólk en Rannveig lék knattspyrnu með FH.

,,JÁJÁJÁJÁ, Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér," skrifar parið undir myndina.

Bæði urðu þau 26 ára á árinu en Gísli Þorgeir hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2018 er hann gekk í raðir stórlið Kiels. Í janúar 2020 gekk hann hinsvegar í raðir Magdeburg en hann gerði nýverið langtíma samning við félagið til ársins 2030.

Í samtali við Handkastið á dögunum sagði Gísli Þorgeir að hann og unnsta hans, Rannveig liðu vel í Magdeburg og vildu vera þar áfram næstu árin. 

Ástin greinilega blómstrar hjá þeim og Handkastið óskar þeim til hamingju með trúlofunina.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top