Brasilía (THOMAS KIENZLE / AFP)
Átta leikir fóru fram á heimsmeistaramóti kvenna sem fram fer í Þýskalandi og Hollandi en riðlakeppnin hélt áfram í kvöld og lýkur á morgun en á sama tíma hefst milliriðlanir líka. Íslenska landsliðið verður í eldlínunni á morgun klukkan 17:00 þegar stelpurnar okkar mæta Svartfjallalandi. Eftir leikina í kvöld er ljóst að Króatía verður eina Evrópuþjóðin sem leikur í Forsetabikarnum en þar leika þær þjóðir sem enduðu neðstar í sínum riðli. Króatía tapaði í dag gegn Japan með sex mörkum 25-19 eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik 10-10. Danmörk vann Rúmeníu í sama riðli 39-31 og fara með fullt hús stiga í milliriðilinn. Óvænt úrslit urðu í kvöld er Brasilía vann fjögurra marka sigur á Svíþjóð 31-27 og fara því með fullt hús stiga í milliriðil en Tékkland vann 13 mraka sigur á Kúbu í sama riðli, 44-21. Noregur vann Angóla 31-19 en Suður-Kórea vann Kasakstan í sama riðli 35-17 og tryggðu sér þar með áfram í milliriðil. Riðlakeppnin lýkur á morgun þegar riðill E og riðill F klárast þar kemur í ljós hvort Argentína eða Egyptaland fara áfram í milliriðil úr riðli E og hvort Túnis eða Kína fara áfram í milliriðil úr riðli F. Úrslit dagsins:
Tékkland - Kúba 44-21
Japan - Króatía 25-19
Senegal - Íran 30-21
Suður-Kórea - Kasakstan 35-17
Danmörk - Rúmenía 39-31
Ungverjaland - Sviss 32-25
Noregur - Angóla 31-19
Svíþjóð - Brasilía 27-31

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.