Orri Freyr Þorkelsson Sporting ((ANDRZEJ IWANCZUK / NurPhoto via AFP)
Orri Freyr Þorkelsson átti svo sannarlega góðan leik um helgina þegar Sporting vann Avanca, 57-28, í portúgölsku úrvalsdeildinni. Orri Freyr gerði sér lítið fyrir og skorað 12 mörk í leiknum en Sporting hefur unnið alla tólf leikina sína í deildinni og sitja á toppi deildinnar. Viktor Gísli Hallgrímsson átti frábæran leik fyrir Barcelona sem vann Bada Huesca, 40-29 í spænsku úrvalsdeildinni um helgina. Viktor Gísli varði 22 skot í leiknum eða 44% skota sem komu á hann og það þarf ekki að koma neinum á óvart að Barcelona eru efstir í deildinni með fullt hús stiga. Sveinn Jóhannsson komst ekki á blað þegar lið hans Chambéry liðið tapaði fyrir PSG 33-26. Chambéry sitja í 6.sæti deildinnar en PSG eru í efsta sæti. Úlfar Páll Monsi Þórðarsson skoraði eitt mark þegar Alkaloid gerði 26-26 jafntefli við Eurofarm Pelister. Monsi og félagar sitja í 4.sæti deildinnar en Vardar eru á toppi deildarinnar.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.