Elísa Elíasdóttir (THOMAS KIENZLE / AFP)
A-landslið kvenna leikur fyrsta leik sinn í milliriðli heimsmeistaramótsins í Þýskalandi í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður í beinni á RÚV. Íslenski hópurinn ferðaðist frá Stuttgart til Dortmund og æfði síðdegis í gær. Arnar Pétursson gerir eina breytingu á hópnum frá síðasta leik. Alexandra Líf Arnarsdóttir kemur inn í hópinn. Andrea Jacobsen og Matthildur Lilja Jónsdóttir hvíla í dag. Leikmannahópur Íslands í kvöld er eftirfarandi: Markmenn Hafdís Renötudóttir, Valur (72/5) Aðrir leikmenn Díana Dögg Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (69/92)
Sara Sif Helgadóttir, Haukar (16/0)
Alexandra Líf Arnarsdóttir, Haukar (4/3)
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (13/11)
Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (16/35)
Elín Klara Þorkelsdóttir, Sävehof (30/106)
Elín Rósa Magnúsdóttir, Blomberg-Lippe (35/66)
Elísa Elíasdóttir, Valur (26/23)
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram (17/27)
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (31/27)
Lovísa Thompson, Valur (34/70)
Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar (7/5)
Sandra Erlingsdóttir, ÍBV (42/175)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (95/213)
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (51/78)

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.