Hætti í handbolta í maí – Gæti farið á EM í janúar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Aron Rafn Eðvarðsson - Össur Haraldsson (Eyjólfur Garðarsson)

Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari íslenska karla landsliðsins gaf í morgun út 35 manna lista yfir þá leikmenn sem hann getur notað á Evrópumótinu sem fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í janúar. 

Riðlakeppni Íslands fer fram í Kristianstad þar sem Ísland er í riðli með Ungverjalandi, Póllandi og Ítalíu. Hægt er að sjá 35 manna lista Snorra Steins hér.

Athygli vekur að markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson er ekki á 35 manna lista Snorra Steins en hann var valinn í síðasta verkefni landsliðsins er Ísland lék tvo æfingaleiki gegn Þjóðverjum. Í millitíðinni rifti Ágúst Elí samningi sínum við Ribe-Esbjerg og er án félags sem stendur.

Fimm markverðir eru á listanum og þar af eru þrír markverðir úr Olís-deildinni, þeir Björgvin Páll Gústavsson sem hefur leikið 284 landsleiki, Einar Baldvin Baldvinsson sem á engan landsleik að baki og þá er Aron Rafn Eðvarðsson markvörður Hauka á listanum en hann á 84 landsleiki að baki. 

Allir þessir þrír markverðir úr Olís-deildinni hafa átt mjög gott tímabil hingað til í vetur en það sem gerir söguna á bakvið það að Aron Rafn sé á listanum enn ótrúlegri er sú staðreynd að Aron Rafn lagði handboltaskóna á hilluna eftir síðustu leiktíð.

Vegna meiðslavandræða markvarða Hauka fyrir tímabili og litháenski markvörðurinn, Vilius Rasimas hafi rétt fyrir mót ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla náðu Haukar að draga Aron Rafn aftur á flot. Aron Rafn hefur átt margar frábærar frammistöður í marki Hauka sem sitja á toppi Olís-deildarinnar um þessar mundir.

Það yrði ótrúleg öskubuskuævintýri ef Aron Rafn Eðvarðsson myndi leika með íslenska landsliðinu á EM í janúar tæpu ári eftir að hafa lagt handboltaskóna á hilluna 36 ára að aldri.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top