Andrea Jacobsen (KERSTIN JOENSSON / AFP)
HSÍ tilkynnti rétt í þessu að Andrea Jacobsen muni yfirgefa landsliðshópinn vegna meiðsla. Það leit út fyrr í vikunni að hún væri að ná sér en bakslag virðist hafa komið í meiðslin í vikunni. Yfirlýsingu HSÍ má lesa hér að neðan: Andrea Jacobsen, leikmaður þýska félagsins Blomberg-Lippe, hefur yfirgefið íslenska landsliðshópinn. Andrea meiddist á ökkla stuttu fyrir Heimsmeistaramótið. Hún tók samt sem áður þátt í undirbúningi liðsins í þeirri von um að ná fullum bata. Þrátt fyrir mikla vinnu tókst henni ekki að ná þeirri líkamlegu getu sem þyrfti til að spila á mótinu. Þjálfarateymið og leikmaðurinn tóku sameiginlega ákvörðun um að Andrea haldi heim til að sinna sínum meiðslum á þann hátt að hún verði leikfær sem fyrst. Þetta eru vonbrigði fyrir hópinn, en vonast er til að Andrea nái góðum bata og snúi sterkt til baka.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.