Andrea Jacobsen yfirgefur íslenska landsliðshópinn
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Andrea Jacobsen (KERSTIN JOENSSON / AFP)

HSÍ tilkynnti rétt í þessu að Andrea Jacobsen muni yfirgefa landsliðshópinn vegna meiðsla.

Það leit út fyrr í vikunni að hún væri að ná sér en bakslag virðist hafa komið í meiðslin í vikunni.

Yfirlýsingu HSÍ má lesa hér að neðan:

Andrea Jacobsen, leikmaður þýska félagsins Blomberg-Lippe, hefur yfirgefið íslenska landsliðshópinn. Andrea meiddist á ökkla stuttu fyrir Heimsmeistaramótið. Hún tók samt sem áður þátt í undirbúningi liðsins í þeirri von um að ná fullum bata.

Þrátt fyrir mikla vinnu tókst henni ekki að ná þeirri líkamlegu getu sem þyrfti til að spila á mótinu. Þjálfarateymið og leikmaðurinn tóku sameiginlega ákvörðun um að Andrea haldi heim til að sinna sínum meiðslum á þann hátt að hún verði leikfær sem fyrst. Þetta eru vonbrigði fyrir hópinn, en vonast er til að Andrea nái góðum bata og snúi sterkt til baka.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top