HM í dag – Noregur fór illa með Svíþjóð
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Tékkland (THOMAS KIENZLE / AFP)

Sex leikir fóru fram á heimsmeistaramóti kvenna í dag en milliriðlarnir héldu áfram í dag sem hófust í gær.

Norsku stelpurnar fóru illa með þær sænsku sem hafa tapað tveimur leikjum í röð. Noregur vann þrettán marka sigur 39-26 eftir að hafa verið 24-11 yfir í hálfleik. Henny Reistad og Ingvild Kristiansen voru markahæstar í sigri Noregs á Svíþjóð með sex mörk hvor. 

Í sama riðli vann Brasilía sjö marka sigur á Suður-Kóreu 32-25 og Angóla vann þriggja marka sigur á Tékklandi 28-25.

Noregur og Brasilía eru á toppnum með fullt hús stiga. Angóla er með fjögur stig og Svíþjóð tvö. Tékkland og Suður-Kórea eru án stiga. 

Í hinum milliriðlinum vann Danmörk fjórtán marka sigur á Senegal 40-26 eftir að hafa verið 20-11 yfir í hálfleik. Julie Mathiesen var stórkostleg í sigri Dana og skoraði 11 mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Kristina Jorgensen kom næst með átta mörk úr átta skotum.

Ungverjaland vann fimm marka sigur á Rúmeníu 34-29 og loks vann Japan sex marka sigur á Sviss 27-21 eftir að hafa verið 13-10 yfir í hálfleik. Danmörk og Ungverjaland eru með fullt hús stiga en Rúmenía, Sviss og Japan eru öll með tvö stig. Senegal rekur lestina án stiga. 

Íslensku stelpurnar verða í eldlínunni annað kvöld þegar liðið mætir Spáni klukkan 19:30.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top