Díana Dögg Magnúsdóttir - Grænland (Ritzau Scanpix / AFP)
Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona í handbolta og leikmaður Blomberg-Lippe var gestur í Aukakastinu á dögum þar sem hún fór yfir ferilinn sinn og uppvaxtar ár. Hún rifjaði upp í þættinum sínum þegar hún var leikmaður BSV Sachsen Zwickau og liðið ákvað að koma til Vestmannaeyja í æfingarferð til að undirbúa sig fyrir átökin í deildinni. ,,Ég var á Íslandi þannig ég tók á móti þeim á höfninni í Vestmannaeyjum. Ég segi þeim að fara út á dekk til að sjá innsiglinguna, Heimaklettinn blasa við og fá að sýna liðsfélögum mínum hvaðan ég kem og hvar ég ólst upp". Þjálfarateymi liðsins fannst magnað hvað svona lítið svæði eins og Vestmannaeyjar gæti verið með svona mikið af íþróttum, fótboltinn var í gangi og ÍBV átti leik meðan liðið dvaldi í Eyjum. ,,Við fengum að hafa allt eins og við vildum í íþróttahúsinu því það var júlí og handboltinn ennþá í sumarfríi." ,,Þetta varð ferð sem allt gekk upp í, veðrið var gott, liðsfélagar mínir fengu að sjá sel og hval." sagði Díana sem náði einnig að sýna þeim Herjólfsdal þar sem allt var tilbúið fyrir Þjóðhátið sem var síðan blásin af vegna veirunnar skæðu og trúðu Þjóðverjarnir ekki að 20.000 manns kæmust þarna fyrir.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.