Sandra Erlingsdóttir (INA FASSBENDER / AFP)
Íslenska kvennalandsliðið tapaði öðrum leik sínum í milliriðli heimsmeistaramótsins í kvöld er liðið mætti Spáni. Spænska liði vann leikinn með sjö mörkum, 23-30 eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og komst 19-16 yfir en þá kom hræðilegur kafli hjá stelpunum og spænska liðið vann næstu mínútur með tólf mörkum, 13-1. Eftir það var leik lokið. Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Handkastsins úr leiknum. Hafdís Renötudóttir - 7 Thea Imani Sturludóttir - 8 Elín Klara Þorkelsdóttir - 6 Elín Rósa Magnúsdóttir - 6 Díana Dögg Magnúsdóttir - 5 Sandra Erlingsdóttir - 5 Katrín Tinna Jensdóttir - 6 Matthildur Lilja Jónsdóttir - 5 Dana Björg Guðmundsdóttir - 4 Þórey Anna Ásgeirsdóttir - 5 Elísa Elíasdóttir - 4 Rakel Oddný Guðmundsdóttir - (Spilaði of lítið til að fá einkun) Katrín Anna Ásmundsdóttir - (Spilaði of lítið til að fá einkun) Sara Sif Helgadóttir - (Spilaði of lítið til að fá einkun) Lovísa Thompson - (Spilaði of lítið til að fá einkun) 10 - Óaðfinnanleg frammistaða 9 - Frábær frammistaða 8 - Mjög góð 7 - Góð 6 - Ágæt 5 - Þokkaleg 4 - Léleg 3 - Mjög léleg 2 - Arfa slök 1 - Óboðleg frammistaða
Spilaði frábærlega í 37 mínútur og var með ellefu varin skot. En datt niður með öllu liðinu í kjölfarið og endaði í 29% markvörslu.
Frábær. Besti leikmaður leiksins með sjö mörk og yfirburðar í sóknarleik Íslands í leiknum.
Mikill kraftur og áræðni en skotnýtingin ekki góð. Fimm mörk úr ellefu skotum. Reyndi að draga vagninn en niðurstaðan ekki nægilega góð.
Þurfum meira frá henni sóknarlega. Þrír tapaðir boltar og langt á milli marka hjá henni. Komst aldrei almennilega í takt við leikinn.
Fékk þær mínútur er hvíla átti Theu Imani. Byrjaði sterkt í fyrri hálfleik en átti ekki góðar mínútur í seinni hálfleik.
Tvö klikkuð víti og hitti ekki á daginn sinn í dag. Stillir sóknarleiknum vel upp en of margir mínusar í dag.
Þarf að skapa sér meira pláss sóknarlega.
Var í vandræðum varnarlega. Það vantar ekki djöful ganginn en hann kemur manni ákveðið langt á þessu sviði.
Byrjaði leikinn illa og var slök varnarlega.
Fór lítið fyrir henni í leiknum. Eitt mark úr einu skoti og fékk úr litlu að moða.
Kom lítið úr henni sóknarlega og var meira og minna fyrir. Tapaði illa maður á mann varnarlega.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.