HM í dag – Senur og ótrúlegir yfirburðir Króatíu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

HANDBALL-WORLD-WOMEN-ISL-ESP (INA FASSBENDER / AFP)

Tíu leikir fóru fram á heimsmeistaramóti kvenna í dag en bæði var leikið í milliriðlum og Forsetabikarnum. Ótrúleg úrslit litu dagsins ljós í Forsetabikarnum er Króatía sem er eina Evrópuþjóðin í Forsetabikarnum vann 29 marka sigur á Íran, 38-9 eftir að hafa verið 21-3 yfir í hálfleik.

Króatía komst í 11-0 og 15-1 áður en Íran skoraði sitt annað mark í leiknum. Króatía komst mest þrjátíu mörkum yfir, 38-8 en Íran skoraði síðasta mark leiksins.

Aðrir leikir í Forsetabikarnum voru töluvert jafnari. Kína vann Egyptaland með þremur mörkum 35-32, Paragvæ vann Úrúgvæ einnig með þremur mörkum 23-20 og loks vann Kúba eins marks sigur á Kasakstan, 29-28.

Í milliriðlunum tapaði íslenska liðið með sjö mörkum gegn Spáni 30-23 í lokaleik dagsins. Þýskaland fór illa með Svartfjallaland og vann átján marka sigur, 36-18 en Þýskaland var 16-6 yfir í hálfleik. Töluvert meiri spenna var í þriðja leik riðilsins þegar Færeyjar náðu í ótrúlegt jafntefli gegn Serbíu með marki úr vítakasti á loka sekúndum leiksins. Lokamínúta leiksins fer í sögubækurnar en Serbía var í tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir en boltinn var dæmdur af þeim fyrir leiktöf í miðju hraðarupphlaupi og í kjölfarið fékk Færeyjar vítkast þar sem leikmaður Serba truflaði aukakast Færeyja. Senur myndu einhverjir segja.

Holland og Frakkland eru á toppi hins milliriðilsins en báðar þjóðirnar unnu sína leiki í dag. Holland vann 18 marka sigur á Túnis, 39-21 á meðan Frakkland vann Austurríki með tólf mörkum, 29-17. Þá vann lok Pólland þriggja marka sigur á Argentínu, 28-25.

Heimsmeistaramótið heldur áfram á morgun en næsti leikur Íslands verður á laugardagskvöldið gegn Færeyjum klukkan 19:30 en það er lokaleikur Íslands á mótinu.

Úrslit dagsins:
Argentína - Pólland 25-28
Serbía - Færeyjar 31-31
Frakkland - Austurríki 29-17
Svartfjallaland - Þýskaland 18-36
Ísland - Spánn 23-30
Holland - Túnis 39-21

Króatía - Íran 38-9
Úrúgvæ - Paragvæ 20-23
Egyptaland - Kína 32-35
Kúba - Kasakstan 29-28

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top