Hrun hjá stelpunum okkar í seinni hálfleik
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Elín Rósa Magnúsdóttir (INA FASSBENDER / AFP)

Íslenska kvennalandsliðið tapaði öðrum leik sínum í milliriðli heimsmeistaramótsins í kvöld er liðið mætti Spáni. Ísland er enn án stiga í milliriðlinum og ljóst að sama hvernig fer gegn Færeyjum í lokaleiknum á laugardagskvöldið þá endar Ísland neðst í millriðlinum.

Segja mætti að spilamennska íslenska kvennaliðsins hafi hrunið í seinni hálfleik eða úr stöðunni 19-16 fyrir Íslandi kom 13-1 kafli hjá Spánverjum sem breyttu stöðunni í 20-29. Já ótrúlegur viðsnúningur og ótrúlegt andlegt og líkamlegt hrun hjá stelpunum okkar.

Spænska liðið var einu marki yfir í hálfleik 14-13 en íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og var komið þremur mörkum yfir eftir tæplega tíu mínútna leik í seinni hálfleik. En síðan ekki söguna meir. 

Spænska liðið vann leikinn að lokum með sjö marka mun, 23 - 30.

Hafdís Renötudóttir var frábær í marki íslenska liðsins í 37 mínútur en hún varði 11 skot á 37 mínútum og síðan ekki skot eftir það.  Thea Imani Sturludóttir var markahæst í liði Íslands með sjö mörk en hún var valin besti leikmaður leiksins eftir leik. Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði fimm mörk úr ellefu skotum og Elín Rósa Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir komu næstar með þrjú mörk.

Lokaleikur Íslands á mótinu fer fram á laugardagskvöldið klukkan 19:30 gegn Færeyjum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top