Alex Dujshebaev (Julien Kammerer / DPPI via AFP)
10.umferðin í Meistaradeild Evrópu lauk í gær með fimm leikjum. Óvæntustu úrslit gærkvöldsins voru án efa sigur Kolstad gegn Þýskalandsmeisturunum í Fuchse Berlín en Kolstad var þar með fyrsta liðið til að vinna Berlínarliðið í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Veszprém vann Sporting í endurkomu sigri á heimavelli 32-31 þar sem Orri Freyr Þorkelsson skoraði átta mörk en Bjarki Már Elísson komst ekki á blað. GOG vann eins marks útisigur á Wisla Plock í Póllandi og Magdeburg skoraði 40 mörk í sigri liðsins á Pick Szeged. Að lokum vann Kielce fjögurra marka sigur á Nantes í Frakklandi 29-33. Hér að neðan má sjá hápunkta úr leikjum gærkvöldsins: Kolstad - Fuchse Berlín 28-24 Veszprém - Sporting 32-31 Nantes - Kielce 29-33 Wisla Plock - GOG 34-35 Magdeburg - Pick Szeged 40-32

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.