Síðasti markaskorari Íslands fær gjafabréf frá Sage by Saga Sif
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Elísa Elíasdóttir (THOMAS KIENZLE / AFP)

Handkastið í samstarfi við fatahönnuðinn Sögu Sif Gísladóttur hafa verið með gjafaleiki á meðan heimsmeistaramóti kvenna hefur staðið yfir á Facebook umræðuhópi Handkastsins.

Þar hafa fylgjendur Handkastsins svarað einföldum spurningum og hafa þar með átt tækifæri að vinna gjafabréf hjá Sage by Saga Sif.

Í dag er spurt hvaða leikmaður Íslands skorar síðasta mark landsliðsins á HM en liðið leikur lokaleik sinn á mótinu gegn Færeyjum í kvöld klukkan 19:30.

Handkastið og Sage By Saga Sif hafa ákveðið í tilefni þess að þetta er síðasti leikur stelpnanna að verðlauna einnig þann leikmann sem skorar síðasta mark landsliðsins á mótinu með gjafabréfi í versluninni.

Leikmenn umferðarinnar í Olís deild kvenna hafa í allan vetur fengið gjafabréf hjá Sage By Saga Sif sem opnaði verslun sína í Hlíðarsmára 4 í Kópavogi á dögunum.

Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top