Ákveðið áhyggjuefni – Áhætta sem Snorri Steinn vildi taka
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Snorri Steinn Guðjónsson (DANIEL KARMANN / dpa Picture-Alliance via AFP)

Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari íslenska karla landsliðsins valdi í vikunni 35 manna lista leikmanna sem eru löglegir með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu sem framundan er í janúar á næsta ári. 

Athygli vekur að einungis tveir örvhentir hornamenn eru í hópnum, þeir Óðinn Þór Ríkharðsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson sem hafa leikið með íslenska landsliðinu undanfarin ár eða allt frá því að Arnór Þór Gunnarsson lagði skóna á hilluna. 

Það verður engin breyting þar á, í janúar nema annar hvor þeirra meiðist en þá má gera ráð fyrir því að ein af örhventum skyttum landsliðsins muni leysa hægra hornið.

,,Það er enginn annar eiginlegur hornamaður og að einhverju leyti er þetta ákveðið áhyggjuefni.”

,,Það eru mjög efnilegir hægri hornamenn í deildinni hér heima án þess að vilja nefna einhver nöfn sem við fylgjumst mjög vel með. En á þessum tímapunkti fannst mér ekki vera kominn tími á að velja þá leikmenn í þennan hóp útaf aldri og reynslu þeirra leikmanna. Þrátt fyrir að vera gera ágætis hluti í deildinni hér heima, þá þurfa menn að vera meira afgerandi í deildinni hér heima til þess að vera á listanum,” sagði Snorri

,,Teitur hefur verið að leysa þetta með Gummersbach bæði á æfingum og í leikjum og hefur gert það vel. Við höfum prófað að setja Viggó þar. Við þyrftum þá að fara í eitthvað svoleiðis föndur ef til þess kemur. Það er ennþá nægur tími í EM og einhver áhætta sem fylgir þessu en ég vildi taka þá áhættu og þarf þá að lifa með henni,” sagði Snorri Steinn að lokum. 

Snorri Steinn stefnir á að velja lokahóp Íslands fyrir EM 18.desember næstkomandi.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top