Borðar bara kjöt og kartöflur
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Díana Dögg Magnúsdóttir ((Beate Oma Dahle / NTB / AFP) / Norway OUT / NORWAY OUT

Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona í handbolta og leikmaður Blomberg-Lippe var gestur í Aukakastinu á dögum þar sem hún fór yfir ferilinn sinn og uppvaxtar ár.

Þar talið barst að mataræði í þættinum og hversu vel Díana hugsaði út í það kom margt áhugavert í ljós. ,,Ég borða ekkert pasta, mér finnst áferðin ekki nice og borða mjög takmarkað af grænmeti, helst ekki neitt. Ég borða helst bara kjöt og kartöflur, finnst sósur ekkert nauðsynlegar" sagði Díana þegar hún var spurð út í matarvenjur sínar.

Þetta hefur oft reynst Díönu erfitt sérstaklega þegar hún fer í keppnisferðir. Ein ferð er henni sérstaklega minnisstæð þegar ÍBV var í Evrópukeppninni og ferðaðist til Serbíu. ,,Við erum staddar þarna í einhverjum krummaskuð lengst úti í rassgati og það var heill fiskur á borðinu, með auga og öllu og bara gleymdu hugmyndinni að ég sé að fara að borða þetta."

Ólíkt liðsfélögum sínum sem finnst maturinn bestur í Skandinavíu þá finnst Díönu best að ferðast til Austur-Evrópu því þar eru meiri líkur að hún fái kjötið sitt og kartöflunar sínar því kokkar í skandinaviu eru líklegri til að vera búnir að blanda einhverju grænmeti við réttina sína og það vill Díana ekki sjá.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top