Angóla - Albertina Kassoma (Ina FASSBENDER / AFP)
Sex leikir fóru fram á heimsmeistaramóti kvenna í dag en lokaumferðin í tveimur milliriðlum fóru fram. Milliriðlarnir ljúka síðan á morgun með þremur leikjum. Engin spenna var fyrirfram fyrir leiki dagsins þar sem ljóst var fyrir leikina hvaða lið færu áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Í fyrstu leikjum dagsins voru Asíu þjóðirnar, Japan og Suður-Kóreu í eldlínunni. Japan vann Senegal með fjórum mörkum 27-23 á meðan Suður-Kóreu tapaði gegn Tékklandi 28-32. Japan endaði því milliriðill í 4.sæti með fimm stig en Senegal á botninum án stiga. Í hinum riðlinum var þetta fyrstu stig Tékklands í milliriðlinum á meðan Suður-Kórea náði ekki í stig í sínum milliriðli. Angóla og Svíþjóð mættust fyrr í dag þar sem staðan var jöfn 10-10 í hálfleik. Bæði lið voru jöfn að stigum með fjögur stig fyrir leikinn. Það fór svo að Angóla vann leikinn með tveimur mörkum 26-24 en Angóla náði mest fjögurra marka forystu í seinni hálfleiknum. Á sama tíma vann Rúmenía öruggan sigur á Sviss, 36-24 eftir að hafa verið 18-9 yfir í hálfleik. Rúmenía fór upp fyrir Japan með sigrinum og enduðu í 3.sæti milliriðilsins með sex stig á eftir Ungverjalandi og Danmörku sem mættust í lokaleik dagsins. Þar unnu þær dönsku endurkomu sigur eftir að hafa verið 13-15 undir í hálfleik. Þær ungversku náðu mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik í stöðunni 23-18 en þá kom heldur betur slæmur kafli hjá liðinu og það kom 6-1 kafli hjá Dönum sem jöfnuðu metin í 24-24. Danmörk komst í fyrsta skipti yfir frá því í stöðunni 5-6 þegar liðið komst yfir 27-26 og skoruðu svo aftur og náðu tveggja marka forystu rétt fyrir leikslok. Ungverjarnir skoruðu sárabótarmark í lokin og lokatölur 28-27 fyrir Danmörku. Noregur og Brasilía voru bæði komin áfram í 8-liða úrslit keppninnar fyrir viðureign sína í kvöld. Norsku stelpurnar höfðu ótrúlega yfirburði í leiknum frá mínútum leiksins en liðið komst snemma í 4-0 og svo 7-1. Noregur var 18-7 yfir í hálfleiknum og unnu að lokum nítján marka sigur, 33-14. Úrslit dagsins:
Þær norsku hafa haft ótrúlega yfirburði á mótinu til þessa en minnsti sigur liðsins var gegn Angóla er þær unnu leikinn með tólf mörkum, 31-19.
Senegal - Japan 23-27
Suður-Kórea - Tékkland 28-32
Angóla - Svíþjóð 26-24
Sviss - Rúmenía 24-36
Ungverjaland - Danmörk 27-28
Noregur - Brasilía 33-14

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.