Það eru hæðir og lægðir í þessu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ágúst Elí Björgvinsson (Petr David Josek / POOL / AFP)

Stærstu tíðindin í 35 manna EM hópi Íslands sem Snorri Steinn Guðjónsson valdi á dögunum voru þau að Ágúst Elí Björgvinsson var ekki í hópnum en hann er án félags eftir að hafa rift samningi sínum við Ribe Esbjerg í síðasta mánuði.

Rætt var um 35 manna hópinn í nýjasta þætti Handkastsins þar sem Arnar Daði Arnarsson og Stymmi klippari fengu Einar Inga Hrafnsson til sín í þáttinn.

,,Er það ekki bara eðlilegt miðað við að hann sé félagslaus? Maður hefur alveg séð leikmenn utan liðs vera valda í hópinn hjá öðrum þjóðum en það er þá yfirleitt stærri prófílar sem hafa verið lengi í stóru hlutverki hjá því landsliði. Ég held að það sé bara eðlilegt, því miður hans vegna að hann sé ekki í 35 manna listanum,” sagði Einar Ingi áður en Stymmi klippari tók til máls.

,,Það eru hæðir og lægðir í þessu. Snorri var að vonast til að hann væri kominn með lið en núna er 5.desember og það er ekkert að frétta. Hann er líklega ekkert að fara semja við neitt félag fyrir áramót. Hann er sennilega að vonast eftir tækifæri erlendis og það virðist ekki vera að ganga. Það er erfitt að réttlæta það að hafa hann í þessum hóp. Þegar maður er ekki í leikæfingu og er ekki að spila, þá hægist helvíti fljótt á manni,” sagði Stymmi klippari og þá bætti Einar Ingi við hvort Ágúst Elí væri hreinlega að æfa og hvar þá.

Ágúst Elí hefur verið orðaður við KA en Jón Heiðar Sigurðsson formaður handknattleiksdeildar KA staðfesti í samtali við Handkastið fyrir helgi að KA hafi athugað stöðuna á honum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top