Fær norska liðið stuðning úr óvæntri átt í kvöld?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Maren Aardahl (INA FASSBENDER / AFP)

Átta liða úrslitin á heimsmeistaramóti kvenna hefjast í dag með tveimur leikjum. Þýskaland og Brasilía ríða á vaðið klukkan 16:15 og í kvöld mætast Noregur og Svartfjallaland klukkan 19:30.

Leikið er í Dortmund en gera má ráð fyrir allt að 5000 Norðmönnum í Dortmund en flestir þeirra eru stuðningsmenn knattspyrnuliðsins, Bodø/Glimt sem leikur á morgun gegn Borussia Dortmund í Meistaradeildinni.

Maren Aardahl fyrirliði norska liðsins vonast til að sjá sem flesta stuðningsmenn, Bodø/Glimt í stúkunni í kvöld en norska liðið hefur verið óstöðvandi á mótinu til þessa og búast flestir við öruggum sigri norska liðsins í kvöld. Aardahl bendir á að stuðningsmenn Bodø/Glimt geti því byrjað veisluna strax í kvöld með því að styðja þær áfram í leiknum. 

,,Ég vona virkilega að við fáum að sjá þá í stúkunni í kvöld. Þeir hafa tíma til þess. Þeir geta bara byrjað veisluna þar. Ég býst reyndar við að sumir þeirra mæti. Það er stórt ákall frá mér að sjá sem flesta stuðningsmenn Bodø/Glimt í stúkunni,“ segir Maren Aardahl við TV 2 í Noregi.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top