Gísli Þorgeir Kristjánsson (MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)
Það fær Magdeburg ekkert stöðvað en liðið vann sinn tuttugasta leik í röð í öllum keppnum er liðið vann Melsungen með fjórum mörkum á heimavelli 31-27. Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg og þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Elvar Örn Jónsson tvö mörk hvor. Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark fyrir Melsungen en Reynir Þór Stefánsson var ekki í leikmannahópi Melsungen í leiknum. Gísli Þorgeir Kristjánsson fór hinsvegar meiddur af velli í leiknum í kvöld og í samtali við Handball-World er haft eftir Gísla að hann hafi reynt að spila og hjálpa liðinu en viðurkenndi að finna fyrir verk í hægri síðunni. Greint er frá því að Gísli Þorgeir fari í frekari skoðun og myndatöku hjá læknum á morgun og þá komi í ljós hversu alvarleg meiðslin eru. ,,Vinstra rifbeinið mitt er mjög aumt," útskýrði Gísli Þorgeir við Dyn eftir leik. „Ég verð að bíða og sjá hvað myndatakan sýnir á morgun. Þá vitum við stöðuna betur,“ sagði Gísli að lokum. Úrslit gærkvöldsins:
Goppingen - Lemgo 26-33
Kiel - Stuttgart 33-32
Minden - Erlangen 30-29
Wetzlar - Hannover-Burgdorf 28-38
Leipzig - Hamburg 29-27
Magdeburg - Melsungen 31-27

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.