Íslendingar í eldlínunni – Allir í sigurliðum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Orri Freyr Þorkelsson Sporting ((ANDRZEJ IWANCZUK / NurPhoto via AFP)

Íslendingarnir voru heldur betur í eldlínunni um alla Evrópu í kvöld og allir voru þeir í sigurliði. Sveinn Jóhannsson og félagar í Chambery unnu fimm marka sigur á Touluse í frönsku bikarkeppninni, 34-29.

Þá var Viktor Gísli Hallgrímsson með 30% markvörslu í marki Barcelona er liðið vann sex marka sigur á Villa de Aranda í spænsku úrvalsdeildinni. Barcelona vann sex marka sigur 34-28.

Komandi liðsfélagi Viktors Gísla í Barcelona á næstu leiktíð, Janus Daði Smárason skoraði fjögur mörk fyrir ungverskaliðið Pick Szeged í þriggja marka sigri liðsins á FTC í kvöld, 33-30. Viktor Gísli varði tíu skot í leiknum.

Sporting hafði betur í Portúgal í stórleik kvöldsins þar í landi er liðið heimsótti Porto heim. Sporting vann leikinn með fjórum mörkum 36-32 eftir að hafa verið 19-15 yfir í hálfleik. Orri Freyr Þorkelsson hafði hægt um sig í leiknum og skoraði þrjú mörk en Fransisco Costa var markahæstur í liði Sporting með 12 mörkog bróðir hans, Martim Costa kom næstur með átta mörk. Þorsteinn Leó Gunnarsson leikmaður Porto er frá vegna meiðsla.

Að lokum var Úlfar Páll Monsi Þórðarson í eldlínunni í Norður-Makedóníu og skoraði eitt mark í öruggum sigri Alkaloid, 39-33 er liðið mætti HC Prilep í 15. umferð deildarinnar. Alkaloid er í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig eftir 15 leiki. 

Óvænt úrslit urðu í Norður-Makedóníu í kvöld er Vardar sem er efst í deildinni tapaði fyrir RK Eurofarm Pelister í toppslag deildarinnar 28-23. Eurofarm Pelister voru að leika sinn fyrsta leik eftir þjálfaraskiptin á dögunum hjá félaginu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top