Orri Freyr Þorkelsson Sporting ((ANDRZEJ IWANCZUK / NurPhoto via AFP)
Íslendingarnir voru heldur betur í eldlínunni um alla Evrópu í kvöld og allir voru þeir í sigurliði. Sveinn Jóhannsson og félagar í Chambery unnu fimm marka sigur á Touluse í frönsku bikarkeppninni, 34-29. Þá var Viktor Gísli Hallgrímsson með 30% markvörslu í marki Barcelona er liðið vann sex marka sigur á Villa de Aranda í spænsku úrvalsdeildinni. Barcelona vann sex marka sigur 34-28. Komandi liðsfélagi Viktors Gísla í Barcelona á næstu leiktíð, Janus Daði Smárason skoraði fjögur mörk fyrir ungverskaliðið Pick Szeged í þriggja marka sigri liðsins á FTC í kvöld, 33-30. Viktor Gísli varði tíu skot í leiknum. Að lokum var Úlfar Páll Monsi Þórðarson í eldlínunni í Norður-Makedóníu og skoraði eitt mark í öruggum sigri Alkaloid, 39-33 er liðið mætti HC Prilep í 15. umferð deildarinnar. Alkaloid er í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig eftir 15 leiki. Óvænt úrslit urðu í Norður-Makedóníu í kvöld er Vardar sem er efst í deildinni tapaði fyrir RK Eurofarm Pelister í toppslag deildarinnar 28-23. Eurofarm Pelister voru að leika sinn fyrsta leik eftir þjálfaraskiptin á dögunum hjá félaginu.
Sporting hafði betur í Portúgal í stórleik kvöldsins þar í landi er liðið heimsótti Porto heim. Sporting vann leikinn með fjórum mörkum 36-32 eftir að hafa verið 19-15 yfir í hálfleik. Orri Freyr Þorkelsson hafði hægt um sig í leiknum og skoraði þrjú mörk en Fransisco Costa var markahæstur í liði Sporting með 12 mörkog bróðir hans, Martim Costa kom næstur með átta mörk. Þorsteinn Leó Gunnarsson leikmaður Porto er frá vegna meiðsla.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.