Stiven markahæstur og Bjarki Már ekki með
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Stiven Tobar Valencia Ísland (Beautiful Sports / Orange Pictures / DPPI via AFP)

Stiven Tobar Valencia leikmaður Benfica í portúgölsku úrvalsdeildinni var markahæstur í sigri liðsins gegn Belone Moreira í gærkvöldi í níu marka sigri liðsins, 31-22. Stiven gerði sér lítið fyrir og skoraði sex mörk í leiknum.

Með sigrinum fór Benfica upp í 3.sæti deildarinnar en Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Benfica og Porto eru jöfn að stigum í 2. og 3.sæti með 38 stig, stigi á eftir Sporting sem á leik til góða.

Á sama tíma í gærkvöldi vann ungverska liðið Veszprém tólf marka sigur á Tatabánya 39-27 eftir að hafa verið 22-13 yfir í hálfleik. 

Bjarki Már Elísson var ekki í leikmannahópi Veszprém í leiknum en hann og ranski landsliðsmaðurinn, Hugo Descat skiptast á að spila deildarleikina heimafyrir. Ádám Dopjera, Gasper Marguc og Ahmed Elsayed voru markahæstir allir með fimm mörk hver. 

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top