Er þetta lélegasta skot heimsmeistaramótsins?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Jessica Quintino - Brasilía (INA FASSBENDER / AFP)

Það verður sennilega ekki efast um það að lélegasta skot heimsmeistaramóts kvenna hafi litið dagsins ljós í leik Þýskalands og Brasilíu í 8-liða úrslitum keppninnar á dögunum.

Brassinn, Jessica Da Silva Quintino sem skoraði þrjú mörk í leiknum átti eina döprustu marktilraun í lengri tíma í leiknum í stöðunni 30-23 og rúmlega 90 sekúndur eftir af leiknum.

Quintino reyndi að vippa boltanum yfir Katrhinu Filter í marki Þjóðverja úr hraðarupphlaupi en það tókst ekki betur en svo að boltinn varla fór úr höndum Quintino og boltinn datt í kjölfarið í gólfið rétt fyrir framan Filter í marki Þýskalands.

Atvikið má sjá hér að neðan en það hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum.

@viaplaysportse VM:s värsta miss? 👀 #handball #germany #brasil ♬ originalljud - ViaplaySportSE

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top