Ída Margrét Stefánsdóttir (Eyjólfur Garðarsson)
Ída Margrét Stefánsdóttir hefur framlengt samningi sínum við Gróttu út tímabilið 2029. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum fyrr í vikunni. Ída Margrét er 23 ára gömul og kom fyrst til Gróttu á láni árið 2021. Hún staldraði þó stutt við það tímabilið þar sem hún var fljótlega kölluð til baka til Vals. Frá árinu 2022 hefur hún verið lykilleikmaður Gróttuliðsins og myndar í dag fyrirliðateymi liðsins með Katrínu Helgu Sigurbergsdóttur. Hún er markahæsti leikmaður Gróttu í Grill66-deildinni það sem af er tímabili með 68 mörk en liðið féll úr Olís-deildinni á síðustu leiktíð. Hún var markahæsti leikmaður liðsins á seinasta tímabili í Olísdeildinni. „Ída er mikil keppnismanneskja sem er ótrúlega krefjandi og skemmtilegt að þjálfa. Það er frábær tíðindi að hún verði áfram í Gróttu enda mikilvægur leikmaður fyrir liðið. Það verður gaman að vinna með henni áfram næstu árin“, sagði Júlíus Þórir Stefánsson þjálfari liðsins þegar undirskriftin var í höfn. Grótta mætir HK í 10.umferð Grill66-deildarinnar annað kvöld en Grótta og HK eru tvö efstu lið deildarinnar en HK er í 1.sæti með fjögurra stiga forystu og geta farið langleiðina með að tryggja sér sæti í Olís-deildinni með sigri annað kvöld.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.