Thea Imani Sturludóttir (Ina FASSBENDER / AFP)
Íslenska kvennalandsliðið lauk leik á heimsmeistaramótinu um síðustu helgi er liðið vann lokaleik sinn á mótinu gegn Færeyjum 33-30 en þetta var annar sigur liðsins á mótinu en áður hafði liðið unnið Úrúgvæ sannfærandi í riðlakeppninni. Stelpurnar okkar léku alls sex leiki á mótinu og töpuðust fjórir þeirra. Handkastið gaf stelpunum okkar einkunnir eftir alla leikina á mótinu og hefur nú tekið saman meðaleinkunn leikmanna á mótinu. Þar kom í ljós að samkvæmt einkunnargjöf Handkastsins voru þær Katrín Tinna Jensdóttir og Thea Imani Sturludóttir bestu leikmenn Íslands á mótinu með 6,5 í einkunn. Elín Rósa Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir komu næsart með meðal einkun upp á 6,3. Hér að neðan má sjá einkunnargjöfina í heild sinni en við tókum einungis saman einkunnir hjá þeim leikmönnum sem fengu einkunnir eftir að minnsta kosti fjóra leiki á mótinu. Thea Imani Sturludóttir - 6,5 Katrín Tinna Jensdóttir 6,5 Elín Rósa Magnúsdóttir - 6,3 Sandra Erlingsdóttir - 6,3 Hafdís Renötudóttir - 6,1 Þórey Anna Ásgeirsdóttir - 6,1 Dana Björg Guðmundsdóttir - 6,1 Lovísa Thompson - 6* Elín Klara Þorkelsdóttir - 5,8 Alfa Brá Hagalín - 5,7 Elísa Elíasdóttir - 5,6** Díana Dögg Magnúsdóttir - 5,3 Matthildur Lilja Jónsdóttir - 5,2 *Fékk einkunnir eftir fjóra leiki **Fékk einkunnir eftir fimm leiki

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.