Íslendingarnir markahæstir í sigri Erlangen – Ýmir tapaði
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Viggó Kristjánsson - HC Erlangen (Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)

Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í dag þar sem þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni. Í fyrri leik dagsins hafði Erlangen betur gegn Leipzig í Íslendingaslag og í seinni leik dagsins vann Eisenach sigur á Göppingen á heimavelli.

Íslendingarnir í liði Erlangen, þeir Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson voru markahæstir í sigrinum á Leipzig en Viggó skoraði átta mörk og gaf fimm stoðsendingar og Andri Már skoraði fimm mörk og gaf þrjár stoðsendingar. Faðir Andra, Rúnar Sigtryggsson verður í eldlínunni á morgun en hann tók við liði Wetzlar í vikunni.

Blær Hinriksson  skoraði þrjú mörk fyrir Leipzig en Franz Semper var markahæstur í liði Leipzig með sjö mörk. Leipzig vann á dögunum sinn fyrsta sigur í deildinni en liðið er á botni deildarinnar með fimm stig. Erlangen fór upp í 12.sæti deildarinnar með 13 stig.

Í seinni leik dagsins hafði Eisenach betur gegn Göppingen 31-27 en liðið hafði þægilegt forskot í hálfleik, 16-9. Ýmir Örn Gíslason var ekki meðal markaskorara í liði Göppingen í dag en liðið er í 10. sæti deildarinnar með 15 stig á meðan Eisenach fór í þrettán stig með sigrinum.

Felix Aellen var markahæstur í liði Eisenach með níu mörk úr níu skotum. Hjá Göppingen var vinstri skyttan, Oskar Neudeck markahæstur með sjö mörk.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top