Kærkominn sigur og verða vonandi fleiri
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Blær Hinriksson (Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)

Loks gat Blær Hinriksson fagnað sínum fyrsta sigri í þýsku úrvalsdeildinni er lið hans Leipzig vann sinn fyrsta leik í deildinni í vikunni er liðið vann Hamburg með tveimur mörkum 29-27. Blær Hinriksson skoraði eitt mark í leiknum. 

Blær viðurkennir að það sé mikill léttir að fyrsti sigurinn sé í höfn. Hann segir síðustu vikur hjá liðinu hafa verið viðburðaríkar.

,,Það hefur margt hefur breyst á stuttum tíma og það hefur krafist einbeitingu og móttækileika. Nýr þjálfari sem hefur komið með reynslu, yfirvegun og hjarta, og öðruvísi nálgun en fyrri þjálfari. Við höfum verið að vaxa í síðustu leikjum og spilað þokkalega. Sigurinn í gær var kærkominn en nú er ekkert annað í stöðunni en að byggja á honum og halda áfram vinnunni. Þá vonandi verða sigrarnir fleiri,” sagði Blær en liðið mætir Erlangen í kvöld klukkan 18:00 en einungis sex stigum munar á liðunum. 

Með Erlangen leika Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson en liðið hefur einungis unnið tvo af síðustu tíu leikjum í deildinni og einungis fengið eitt stig úr síðustu fimm leikjum.

,,Það er þétt leikið í desember og allir leikir mikilvægir. Við mætum Erlangen í kvöld og ég býst við hörkuleik. Miðað við stígandann í liðinu vona ég að stigin verði fleiri í næstu leikjum,” sagði Blær.

Félagið fékk reynslu mikinn leikstjórnanda til félagsins á dögunum í Dean Bombac en hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn Hamburg og skoraði tvö mörk. Blær hafði verið eini leikstjórnandi liðsins í undanförnum leikjum en segir að með tilkomu Bombac gerir hann ráð fyrir að spila einnig í skyttustöðunni.

,,Við fengum liðsstyrk í Dean Bombac. Hann kemur auðvitað með reynslu og get ég notfært mér það til að læra af honum,” sagði Blær að lokum í samtali við Handkastið.

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 15% afslátt af öllum boozt á Hressbarnum og 15% afslátt af öllum staðgreiddum kortum út desember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top