Stymmi spáir í spilin (
Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna. Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 10.umferð fari í Olís deild kvenna. Valur – Stjarnan (Laugardagur 14:00) / Sigurvegari: Valur Fyrsti leikur í deildinni eftir HM fríið. Valskonur á toppnum meðan Stjarnan situr á botni deildinnar. Þetta verður þægileg byrjun fyrir Val sem vinna leikinn örugglega. ÍR– Fram (Laugardagur 14:30) / Sigurvegari: ÍR ÍR komið liða mest á óvart í vetur meðan Fram eru að finna sitt fyrra form með góðum sigri á Haukum fyrir HM fríið. Hvernig koma landsliðskonur ÍR-inga til baka úr landsliðsverkefninu? Ég held ÍR haldi áfram að koma á óvart og vinni Fram. Haukar – KA/Þór (Laugardagur 15:30) / Sigurvegari: Haukar Sjónvarpsleikur umferðinnar á Ásvöllum. Haukar verið virkilega daprar í vetur og þær vita það. KA/Þór verið flottar í vetur og vilja eflaust hefna fyrir leikinn í fyrri umferðinni. Ég held Haukar mæti dýrvitlausar og vinni leikinn og tímabilið byrjar fyrir alvöru hjá þeim í dag. Selfoss – ÍBV (Sunnudagur 13:30) / Sigurvegari: ÍBV Suðurlandsslagur af bestu gerð. ÍBV á toppi deildinnar meðan Selfoss er í næst neðasta sæti deildinnar. Sandra Erlings komin aftur heim eftir gott mót með kvennalandsliðinu í Þýskalandi. ÍBV vinnur þennan leik þægilega og heldur áfram að vera á toppnum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.