Kristján Örn Kristjánsson (Kristinn Steinn Traustason)
Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnir 18 manna EM hóp sinn á fimmtudaginn í næstu viku. Snorri Steinn er á leið inn í sitt þriðja stórmót sem landsliðsþjálfari og hingað til hafa engin óvænt nöfn verið á lokahópum Snorra Steins. Rætt var um landsliðsvalið í nýjasta þætti Handkastsins í gær þar sem velt var fyrir því hvort einhver óvænt nöfn yrði valin að þessu sinni, sér í lagi vegna meiðsla Þorsteins Leó og þá opnist tækifæri fyrir annan leikmann að koma inn. ,,Ég held að óvænta spilið í þessu verður að Donni verður í hópnum. Ef að Þorsteinn Leó kemst ekki þá vantar okkur einn óvæntan, einn sem þú getur hent inná og látið plaffa á markið og Donni er fullkominn í það. Hann getur spilað hægra hornið,” sagði Kristinn Björgúlfsson sem var gestur Handkastsins að þessu sinni og hann bætti við: ,,Það er spurning með Sigvalda, er hann meiddur eða er hann ekki meiddur? Þetta er svolítið fram og til baka.” ,,Ég er sammála að mér finnst mikilvægt að ef Þorsteinn Leó verður ekki með að Donni verður kallaður inn í hópinn. Við þurfum skotógn að utan, alveg óháð því hvort Haukur blómstri á mótinu eða ekki. Það hefur sýnt sig svo oft að okkur vantar þennan faktor í sóknarleik liðsins þegar við erum að lenda gegn stærri og þyngri varnarmönnum,” sagði Ásgeir Jónsson í þættinum en Stymmi klippari velti því einnig fyrir sér hvort Einar Baldvin Baldvinsson markvörður Aftureldingar yrði í hópnum en hann hefur átt stórkostlegt tímabil með Aftureldingu í vetur. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 15% afslátt af öllum boozt á Hressbarnum og 15% afslátt af öllum staðgreiddum kortum út desember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.