Mætti á fjórar æfingar og beint í byrjunarliðið
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Díana Dögg Magnúsdóttir - Grænland (Ritzau Scanpix / AFP)

Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona í handbolta og leikmaður Blomberg-Lippe var gestur í Aukakastinu á dögum þar sem hún fór yfir ferilinn sinn og uppvaxtar ár.

Díana Dögg ólst upp í Vestmannaeyjum og tók þar sín fyrstu skref í handboltanum þegar hún var 6 ára gömul.

15 ára gömul spilaði hún sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir ÍBV gegn Val á Hlíðarenda. ,,Það var mjög skemmtilegt að fá tækifærið, sérstaklega í ljósi þess að ég var einungis búin að mæta á fjórar æfingar með meistaraflokki því ég hafði verið í fótboltanum allt sumarið og ekkert verið að pæla í handbolta."

Díönu Dögg er síðan tilkynnt í klefanum fyrir leik að hún eigi að byrja leikinn. ,,Ég varð mjög hissa, var ekki beint að skíta á mig úr stressi en þetta var óvænt ánægja. Ég spilaði náttúrulega sem hornamaður á þessum tíma og spilaði þar lengi."

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top