Verða Evrópumeistarnir taplausir í heilt ár?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Magdeburg (Ronny HARTMANN / AFP)

Það skýrist í lok febrúar hvort Evrópumeistararnir í Magdeburg verði taplausir í Meistaradeildinni í heilt ár. Til þess mega þeir ekki tapa tveimur næstu leikjum sínum í Meistaradeildinni sem leiknir verða í febrúar.

Magdeburg sem eru ríkjandi Evrópumeistarar eftir sigur gegn Fuchse Berlín í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Final4 helginni í Köln í júní síðastliðinn töpuðu síðast leik í keppninni gegn norsku meisturunum í Kolstad 27. febrúar á þessu ári.

Síðan þá hefur liðið unnið 15 af 16 leikjum sínum í keppninni en liðið gerði jafntefli gegn Veszprém í 8-liða úrslitum keppninnar og vann síðari leik liðanna með einu marki, þar sem Gísli Þorgeir Kristjánsson tryggði þeim í undanúrslitin með marki á lokasekúndum leiksins.

Meistaradeild Evrópu er í pásu um þessar mundir en Magdeburg mætir danska liðinu GOG í fyrstu umferð keppninnar eftir áramót 18. febrúar. Viku síðar mætir liðið síðan pólska liðinu Wisla Plock 26. febrúar. Fari liðið taplaust í gegnum þá leiki er ljóst að liðið fór taplaust í gegnum leiki sína í Meistaradeildinni í heilt ár. 

Eins og gefur að skilja hefur liðið unnið alla sína leiki til þessa í keppninni á þessari leiktíð og tróna á toppi síns riðils þegar fjórar umferðir eru eftir. 

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 15% afslátt af öllum boozt á Hressbarnum og 15% afslátt af öllum staðgreiddum kortum út desember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top