Elmar og félagar á fljúgandi siglingu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Elmar Erlingsson (Eyjólfur Garðarsson)

Eyjamaðurinn, Elmar Erlingsson var í eldlínunni í Evrópuboltanum í gær er hann skoraði fjögur mörk í sigri Nordhorn-Lingen gegn Hüttenberg í þýsku B-deildinni í gær á útivelli.

Nordhorn-Lingen unnu leikinn með þremur mörkum 28-25 en liðið situr í 7.sæti deildarinnar eftir sigurinn með 19 stig eftir fjórtán leiki en Hüttenberg er í 10.sæti deildairnnar með 14 stig. Eftir góða byrjun á mótinu hefur Hüttenberg einungis unnið einn leik af síðustu átta leikjum sínum í deildinni.

Það er hinsvegar allt annað upp á teningnum hjá Elmari og félögum í Nordhorn-Lingen því liðið hefur unnið sex leiki í röð í deildinni eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð þar á undan.

Liðið mætir Essen næstkomandi laugardag en Essen er í 16.sæti deildarinnar með sex stig. Nordhorn-Lingen er fimm stigum á eftir Balingen sem eru í 2.sæti deildarinnar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top