Reynir Þór valinn íþróttamaður Fram 2025
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Reynir Þór Stefánsson 2930 (Kristinn Steinn Traustason)

Reynir Þór Stefánsson leikmaður Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni var í gær valinn íþróttamaður Fram árið 2025. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum og vefsíðu sinni í gær en Reynir Þór gat ekki verið viðstaddur athöfnina í gær vegna anna í Þýskalandi.

Reynir Þór átti stórkostlegt ár er hann varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Fram á síðustu leiktíð og lék sinn fyrsta landsleik á ferlinum. Í sumar gekk Reynir Þór svo til liðs við MT Melsungen sem leikur í efstu deild í Þýskalandi.

Þrátt fyrir ungan aldur var síðasta tímabil hans með Fram það fjórða á ferlinum. Reynir spilaði stórt hlutverk í velgengni karlaliðsins, sem varð sem fyrr segir Íslands- og bikarmeistari á árinu. 

Þá var hann valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar á lokahófi HSÍ eftir tímabilið auk þess sem hann var valinn sóknarmaður tímabilsins. Þriðju verðlaunin sem komu í hlut Reynis Þór var Valdimars-bikarinn sem árlega er veittur mikilvægasta leikmanni Olís-deildar karla. 

Reynir Þór var einnig valinn mikilvægasti leikmaður bikarúrslitahelgarinnar. Þannig vann hann í raun öll einstaklingsverðalaun sem hægt var að vinna á síðasta tímabili.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top