Stymmi spáir í spilin: 11. umferð Olísdeildar kvenna
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Stymmi spáir í spilin (

Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna.

Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 11.umferð fari í Olís deild kvenna.

ÍBV – ÍR (Miðvikudagur 18:30)  /  Sigurvegari: ÍBV

Liðin voru saman í toppsætinu þegar Heimsmeistaramótið byrjaði en ÍR duttu niður í 3.sætið eftir tapið gegn Fram um helgina. Það er einhver stemmning yfir ÍBV þessa dagana og þær eru að fá frábæra markvörslu í leikjunum sínum. Heimavöllurinn mun skila sigri og setja ÍBV í toppsætið yfir jólin

KA/Þór – Valur (Fimmtudagur 19:00)  /  Sigurvegari: Valur

KA/Þór áttu erfiðan dag á Ásvöllum um helgina eftir góða byrjun á mótinu. Valur eru á kunnulegum slóðum á toppi deildinnar ásamt ÍBV. Þær endurheimta Theu úr leikbanni sem mun bara styrkja þær. Þær fara norður og vinna þennan leik þægilega.

Selfoss – Haukar (Fimmtudagur 19:30)  /  Sigurvegari: Haukar

Haukar vöknuðu loksins til lífsins um helgina þegar þær rúlluðu yfir KA/Þór. Selfoss átti erfiðan dag gegn ÍBV eftir fríið. Haukar munu halda uppteknum hætti og vinna þennan leik þægilega.

Stjarnan – Fram (Laugardagur 12:00)  /  Sigurvegari: Fram

Hádegisleikur í Olís deild kvenna eins og þekkist í enska boltanum. Spurning hvort liðið verður vaknað þegar leikurinn hefst. Fram vann virkilega sterkan sigur á ÍR í síðustu umferð og munu byggja ofan á það og vinna Stjörnuna í þessum lokaleik fyrir jólin og senda Stjörnuna sigurlaus inn í nýtt ár.

10.umferð (3 réttir)
9.umferð (2 réttir)
8.umferð (4 réttir)
7.umferð (2 réttir)
6.umferð (3 réttir)
5.umferð (2 réttir)
4.umferð (4 réttir)
3.umferð (3 réttir)
2.umferð (2 réttir)
1.umferð (3 réttir)

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top