2008 Ísland (HSÍ)
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum fæddum árið 2008 og síðar vann sinn fyrsta leik á Sparkassen Cup æfingamótinu sem haldið er í Þýskalandi. Ísland mætti Slóveníu í fyrsta leik sínum á mótinu en liðið leikur tvo síðustu leiki sína í riðlinum á morgun. Íslensku drengirnir unnu fimm marka sigur 29-24 eftir að hafa verið 16-13 yfir í hálfleik. Jafnt var á öllum tölum í upphafi leiks en markvarslan var lítil sem engin hjá íslenska liðinu í fyrri hálfleik. Íslenska liðið skoraði hinsvegar fyrstu tvö mörk seinni hálfleiksins og náði þar með fimm marka forystu sem þeir héldu út allan leikinn. Framarinn, Alex Unnar Hallgrímsson var markahæstur í liði Íslands með sex mörk. FH-ingarnir, Ómar Darri Sigurgeirsson og Brynjar Narfi Arndal komu næstir með fjögur mörk en um var að ræða fyrsta unglingalandsleik Brynjars Narfa sem er fæddur árið 2010. Anton Frans Sigurðsson, Bjarki Snorrason og Matthías Dagur Þorsteinsson komu næstir með þrjú mörk hvor. Örn Kolur Kjartansson skoraði tvö mörk og þeir, Freyr Aronsson, Patrekur Smári Arnarsson, Kári Steinn Guðmundsson og Ragnar Hilmarsson skoruðu eitt mark hvor. Sigurmundur Gísli Unnarsson stóð í markinu í fyrri hálfleik og varði tvö skot en Anton Mбni Francisco Heldersson varði átta skot í seinni hálfleik. Ísland mætir Austurríki klukkan 10:20 á morgun og síðan Hollandi klukkan 14:20. Holland og Austurríki eru að spila í þessum töluðu orðum sinn fyrsta leik á mótinu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.