Fyrsta tapið staðreynd – Andrea sneri til baka
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Andrea Jacobsen (KERSTIN JOENSSON / AFP)

Það fór lítið fyrir íslensku landsliðskonunum í Blomberg-Lippe í fyrsta leik sínum í þýsku úrvalsdeildinni eftir HM pásuna. Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði tvö mörk og Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir skoruðu eitt mörk hvor í fjögurra marka tapi liðsins gegn Oldenburg 30-26.

Um var að ræða fyrsta leik Andreu síðan 5.nóvember er hún lék í bikarsigri liðsins gegn Halle-Neustadt, 35-17. Blomberg-Lippe leikur einmitt sinn síðasta leik á þessu ári á þriðjudaginn þegar liðið mætir Halle-Neustadt sem eru í neðsta sæti deildarinnar. Andrea meiddist á æfingu Blomberg-Lippe í aðdraganda fyrri Evrópuleik liðsins gegn Val og missti jafnframt af heimsmeistaramótinu.

Þetta var fyrsta tap Blomberg-Lippe í deildinni á tímabilinu en Blomberg-Lippe og Bensheim eru jöfn að stigum með 14 stig eftir átta umferðir á toppi deildarinnar.

Blomberg-Lippe var yfir í stöðunni 5-6 í fyrri hálfleik en þá kom slæmur kafli hjá liðinu og staðan var 15-12 í hálfleik. Blomberg-Lippe komst aftur yfir í stöðunni 19-20 og 20-21 en Oldenburg reyndust sterkari aðilinn á síðustu mínútum leiksins. Oldenburg vann lokakaflann 7-2 og vann að lokum fjögurra marka sigur 30-26.

Oldenburg er í 5.sæti deildairnnar með 10 stig, fjórum stigum á eftir Blomberg-Lippe eftir leikinn í gær.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 41
Scroll to Top