U18 ára landslið karla í úrslit eftir sigur á Portúgal
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Strákarnir fagna sigrinum í morgun (HSÍ)

U18 ára landslið karla mætti Portúgal í undanúrslitum Sparkassen Cup í Merzig í morgun. Íslenska liðið hafði unnið alla sína leiki fyrir leikinn í morgun.

Leikurinn var jafn allan tímann en staðan í hálfleik var 17-17. Það var ekki fyrr en undir lokin sem varnaleikur liðsins þéttist og íslenska liðið seig fram úr á lokakaflanum og íslenskur sigur 31-28 staðreynd.

Strákarnir mæta Þýskalandi í úrslitaleik mótsins kl. 18:00 í kvöld.

Anton Frans Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með 6 mörk, Alex Unnar Hallgrímsson og Ómar Darri Sigurgeirsson skoruðu 5 mörk hvor, Patrekur Smári Arnarsson og Brynjar Narfi Arndal skoruðu 4 mörk hvor, Bjarki Snorrason og Freyr Aronsson skoruðu 3 mörk hvor og Örn Kolur Kjartansson skoraði 1 mark. Sigmundur Gísli Unnarsson varði 9 bolta í markinu og var með 45% hlutfallsmarkvörslu. Anton Máni Fransisco Heldersson varði 4 bolta og var með 20% hlutfallsmarkvörslu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 40
Scroll to Top