Annað íslenska kvennalið sögunnar til að vinna Norden Cup
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Norden Cup (KA)

Stelpurnar í 5.flokki eldri í KA/Þór urðu í morgun annað íslenska kvennaliðið í sögunni til að vinna Norden Cup er liðið vann sænskaliðið, Önnereds 21-17 í úrslitaleik mótsins.

KA/Þór vann alla leiki sína á mótinu en liðið vann danska liðið, Skanderborg í undanúrslitum 22-19 og norska liðið Njård í 8-liða úrslitum.

Fyrsta kvennaliðið í sögunni til að vinna Norden Cup var kvennalið Vals, stelpur fæddar árið 2009 sem vann mótið árið 2023. Stelpurnar í KA/Þór eru fæddar 2012 eða síðar.

Norden Cup er óopinbert norðurlandamót sem haldið er í Gautaborg á hverju ári þar sem lið frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi mætast innbyrðis. Venjan er að bestu íslensku lið landsins í sínum aldursflokki mæti á mótið en Ísland átti þónokkur lið á mótinu.

Drengjalið KA í 5.flokki eldri leika einnig til úrslita á mótinu.

Þjálfari liðsins er Heimir Örn Árnason.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 25
Scroll to Top