Handkastið Podcast (
Sérfræðingurinn og Klipparinn hófu upphitunina fyrir EM í Rapyd stúdíóinu með þeim Aðalsteini Eyjólfssyni og Einari Erni Jónssyni. Það eru ekki nema tólf dagar í fyrsta leik Íslands á EM. Farið var yfir leikmannahópinn hjá íslenska landsliðinu, stöðuna á meiðslunum og æfingaleikina sem framundan eru um næstu helgi. Þá var farið yfir andstæðingana í riðli Íslands sem eru Ítalir, Pólverjar og Ungverjar. Í kjölfarið var síðan farið yfir væntingarnar og líklega mótherja í milliriðlinum. Þetta er þátturinn sem þú vilt hlusta á til að vera hvað mest undirbúin áður en Evrópumótið hefst hjá strákunum okkar.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.