Sigur hjá Blomberg-Lippe – Elín Klara best
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Andrea Jacobsen (KERSTIN JOENSSON / AFP)

Þrátt fyrir að karladeildirnar séu komnar í landsleikjapásu vegna EM þá eru konurnar okkar sem spila erlendis í fullu fjöri en í kvöld voru þrjú íslendingalið í eldlínunni í Þýskalandi og Svíþjóð.

Blomberg-Lippe unnu gríðarlega þægilegan og öruggan sigur á Buxtehude, 19-35. Allar íslensku konurnar í Blomberg-Lippe áttu fínan leik. Andrea Jacobsen skoraði þrjú mörk úr þremur skotum og gaf fjórar stoðsendingar, Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum og gaf eina stoðsendingu og að lokum skoraði Elín Rósa Magnúsdóttir tvö mörk úr tveimur skotum og gaf tvær stoðsendingar.

Blomberg-Lippe sitja í öðru sæti deildarinnar með 18 stig eftir ellefu leiki og eru með jafnmörg stig og Dortmund sem sitja í efsta sætinu með einum leik minna.

Í sænsku kvennadeildinni unnu Sävehof flottan útisigur á Aranäs, 24-26. Elín Klara Þorkelsdóttir var besti maður vallarins samkvæmt einkunnagjöf sænsku deildarinnar en hún skoraði sjö mörk úr ellefu skotum (tvö víti af fjórum) og gaf einnig fjórar stoðsendingar. Sävehof ennþá á toppi deildarinnar með 22 stig úr tólf leikjum.

Skara fór í langt ferðalag norður til Boden og þurftu því miður að lúta lægra haldi gegn heimakonum, 23-22. Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði tvö mörk úr tveimur skotum og gaf eina stoðsendingu. Skara situr í fimmta sæti deildarinnar með 16 stig en liðin í þriðja og fjórða sæti eru einnig með 16 stig.

Úrslit kvöldsins:

Buxtehude 19-35 Blomberg-Lippe

Aranäs 24-26 Sävehof

Boden 23-22 Skara

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 26
Scroll to Top