Felix Claar (Sameer AL-DOUMY / AFP)
Svíar héldu áfram undirbúningu sínum fyrir Evrópumótið í kvöld þegar þeir mættu Brasilíu í æfingarleik sem fram fór í Svíþjóð. Lokatölur í leiknum urðu 33-24 Svíum í vil. Þetta er annar sigur Svía á Brasilíu í vikunni en þeir unnu fyrri leikinn 34-27. Það fóru einnig þrír leikir fram í forkeppni undankeppni fyrir Evrópumótið árið 2028 en þetta voru fyrri leikir liðanna. Bretland fékk Letta í heimsókn í fyrri leik liðanna en það voru Lettar sem reyndust mun stekari og unnu að lokum 8 marka sigur á Bretum, 27-35. Það verður því að teljast ansi líklegt að þeir séu komnir áfram úr þessu einvígi. Kýpur fengu Eistland í heimsókn og máttu sætta sig við tap á heimavelli en Eistland unnu leikinn 27-31. Sigurvegarinn úr þessu einvígi mun mæta Bretum eða Lettum. Búlgaría tók á móti Tyrklandi á heimavelli en Tyrkir fóru með sigur af hólmi 35-37 og fara því með tveggja marka forskot heim til Tyrkaland þar sem síðari leikurinn fer fram á sunnudaginn. Sigurveginn úr þessu einvígi fer beint í úrslitaleikum um sæti í forkeppni Evrópukeppninar. Síðari leikirnir í öllum þessum einvígum fara fram á sunnudaginn, 11.janúar.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.