Meistaradeild kvenna snýr aftur – Toppliðin mætast í Frakklandi
{{brizy_dc_image_alt entityId=

GYOR ((Attila KISBENEDEK / AFP)

Eftir nær tveggja mánaða hlé, vegna heimsmeistaramótsins í handbolta kvenna 2025 þar sem Noregur tryggði sér sinn fimmta heimsmeistaratitil, snýr Meistaradeild kvenna aftur um helgina þegar 9. umferðin fer fram.

Í "leik helgarinnar" mætast tvö efstu lið riðils A þegar Metz Handball tekur á móti Györ, sem reynir að viðhalda sigurgöngu sinni.

BV Borussia Dortmund tekur á móti Team Esbjerg í leik þar sem fjöldi leikmanna sem spiluðu í úrslitaleik heimsmeistaramótsins mætast aftur. Gloria Bistrita vonast til að halda áfram sigurgöngu sinni gegn Buducnost, sem situr neðst í riðlinum, og DVSC Schaeffler mætir Storhamar Handball Elite.

Í B-riðli mun topplið Brest Bretagne Handball reyna að rétta úr kútnum eftir fyrsta tap tímabilsins þegar liðið mætir Podravka Vegeta. Dönsku liðin Odense Håndbold og Ikast Håndbold stefna bæði á að lengja sigurgöngu sína, á meðan Sola HK mætir Krim OTP Group Mercator í leit að sínum fyrstu stigum í Meistaradeildinni.

Leikir helgarinnar

A-riðill

Metz - Györ | Laugardagur 10.janúar kl 15:00
- Györ hefur unnið alla átta leiki sína og trónir á toppi riðilsins, Metz er í örðu sæti með 14 stig.
- Hatadou Sako var lykilleikmaður í 31-27 sigri Györ í fyrri viðureign liðann a með 24 skot varin.
- Sara Bouktit leikmaður Metz er næst markahæst með 52 mörk en hún mun ganga til liðs við Györ í sumar.
- Ungverska liðið er bæði með besta sóknarliðið og öflugugasta varnarliðið í Meistaradeildinni, hafa skorað 282 mörk en aðeins fengið á sig 203.

Gloria Bistrita - Buducnost | Laugardagur 10.janúar kl 15:00
- Bistrita er í þriðja sæti með 12 stig eftir sex sigra í átta leikjum.
- Rúmenska liðið hefur unnið fjóra leiki í röð.
- Buducnost er í neðsta sæti með eitt stig.
- Í fyrri viðureign liðanna leiddi Buducnost mesta hluta leiksins, en Bistrita snéri leiknum sér í vil á lokamínútunum.

DVSC Schaeffler - Storhamar | Laugardagur 10.janúar kl 19:00
- Bæði lið hafa fjögur stig, DVSC í fimmta sæti og Storhamar í því sjötta.
- Í fyrri leiknum tryggði DVSC sér sigur með 5-1 kafla á síðustu sex mínútunum.
- Anniken Obaidli er markahæst í liði Storhamar með 41 mark en Alicia Toublanc er markahæst í lið DVSC með 43 mörk.

Dortmund - Esbjerg | Sunnudagur 11.janúar kl 13:00
- Dortmund er í sjöunda sæti með fjögur stig, Esbjerg í fjórða sætinu með 9 stig.
- Í fyrri leiknum áttu þær Katharina Filter og Henny Reistad sórleik í liði Esbjerg.
- Henny Reistad er markahæst í Meistaradeildinni með 59 mörk.

B- riðill

Ikast - FTC | Laugardagur 10.janúar kl 17:00
- Ikast er í fjórða sæti með 10 stig og hafa unnið tvo síðustu leiki sína.
- FTC er í þriðja sæti með jafn mörg stig.
- Kinga Janurik var hetja FTC í fyrri leiknum en hún varði 17 skot.

Krim - Sola | Sunnudagur 11.janúar kl 13:00
- Krim og Sola eru neðst í riðlinum, Krim hefur unnið tvo leiki, en Sola bíður enn eftir sínum fyrstu stigum.
- Í fyrri leiknum vann slóvenska liðið 35-28 þar sem Tamara Mavsar og Ana Abina skoruðu samtals 15 mörk.
- Camilla Herrem er markahæst í liði Sola með 38 mörk, en hjá Krim er Tamara Horacek markahæst með 42 mörk.
- Krim hefur skorað 206 mörk en fengið á sig 242, Sola hefur skorað 213 mörk en fengið á sig 253.

Podravka - Brest | Sunnudagur 11.janúar kl 13:00
- Brest eru efstar í riðlinum með sjö sigra og eitt tap.
- Podravka er í sjötta sæti riðilsins með fimm stig.
- Katarina Pandza leikmaður Podravka mun ekki tekið þátt í þessum leik vegna meiðsla.
- Aleksandra Olek mun spila sinn fyrsta leik fyrir króatiska liðið en hún gekk til liðsins frá Dunarea Braila í desember.

Odense - CSM Búkaresti | Sunnudagur 11.janúar kl 15:00
- Odense er í 2.sæti með 13 stig, aðeins einu stigi á eftir Brest.
- Danska liðið hefur unnið fjóra leiki í röð í Meistaradeildinni.
- Bojana Popovic stýrir CSM í sínum fyrsta leik, en hún var áður þjálfari Buducnost.
- Elizabeth Omoregie er markahæst hjá CSM með 47 mörk, Thale Rushfeldt Deila er markahæst hjá Odense með 41 mark.
- Odense hafa skorað næst flest mörk í Meistaradeildinni 267 talsins en CSM hefur skorað 252 mörk.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 8
Scroll to Top