Ingunn María Brynjarsdóttir (Sævar Jónasson)
Markvörðurinn Ingunn María Brynjarsdóttir er búin að fá aftur félagaskipti í ÍR. Hún var búsett í Danmörku síðastliðna mánuði þar sem hún var við nám í Lýðháskóla.
Hún lék með ÍR tímabilið 2024/2025 þar sem hún var aðalmarkmaður liðsins og var með rúmlega 30% prósent markvörslu. Verður hún tvítug í ár. Er hún uppalin í Fram og hefur verið í öllum yngri landsliðum Íslands.
Mun hún veita Sif Hallgrímsdóttir og Oddný Björg Stefánsdóttir harða samkeppni um markmannsstöðuna.
ÍR liðið situr í 3. sæti Olís deildarinnar með 14 stig.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.