Íslendingaliðið tapaði með einu marki í Evrópudeildinni
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Andrea Jacobsen (KERSTIN JOENSSON / AFP)

Íslendingalið Blomberg-Lippe í þýsku úrvalsdeildinni lék sinn fyrsta leik í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í dag en liðið sló út val í forkeppni Evrópudeildarinnar rétt áður en heimsmeistaramótið fór af stað í nóvember mánuði á síðasta ári.

Blomberg-Lippe fékk franska liðið, Chambray Touraine í heimsókn í 1.umferðinni en þurfti að sætta sig við eins marks tap 26-25. Andrea Jacobsen jafnaði fyrir Blomberg-Lippe í stöðunni 25-25 en það dugði ekki til og skoraði franska liðið sigurmarkið rétt fyrir leikslok.

Chambray var fjórum mörkum yfir í hálfleik 15-11 en Blomberg-Lippe komst einu sinni yfir í fyrri hálfleik. Franska liðið var hinsvegar sterkari aðilinn lengst af í leiknum og náði mest sex marka forystu um miðbik seinni hálfleiksins. Þýska liðið kom hinsvegar til baka og úr varð hörkuleikur undir lok leiks.

Andrea Jacobsen skoraði þrjú mörk fyrir Blomberg-Lippe, Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði tvö mörk en Elín Rósa Magnúsdóttir komst ekki á blað.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 7
Scroll to Top